Kötlumótið 2015

Picture

Kötlumót 2015 fer fram í Reykjanesbæ þann 17. október næst komandi. Áætlað er að um 600 kórfélagar af öllu Suðurlandi komi þar saman til að gleðja gesti og upphefja raust sína.

Samtals verður boðið uppá 16 minni sértónleika með karlakórunum á þremur stöðum í bænum yfir daginn og stórtónleikum í Atlantic Studios á Ásbrú síðdegis þar sem allir kórarnir koma saman.
– Stapinn Hljómahöll
– Bergið Hljómahöll
– Njarðvíkurkirkja
– Atlantic Studios Ásbrú

UM KÖTLUMÓTIÐ
Kötlumót er kóramót landsambands sunnlenskra karlakóra.

Árið 2010 var mótið haldið á Flúðum en þar komu saman um

600 kórfélagar víða af Suðurlandi. Í ár 2015 er Kötlumótið

haldið í samvinnu við Karlakór Keflavíkur í Reykjanesbæ.

Skoðaðu dagskrá Kötlumótsins hér.


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*