Vortónleikar Karlakórs Kjalnesinga 2019

Þá er komið að hinum sívinsælu vortónleikum Karlakórs Kjalnesinga þar sem kórinn mun flytja fjölbreytta dagskrá við undirleik frábærra hljóðfæraleikara. Að venju verða tvennir tónleikar:

  • Fimmtudaginn 11. apríl kl. 20
  • Laugardaginn 13. apríl kl. 16

Miðaverð er 4000 krónur og fást miðar á karlakor@karlakor.is og hjá kórfélögum.

Góða skemmtun!

Sungið á fullveldishátíðinni 1. desember

Þann 1. desember lögðum við í Karlakór Kjalnesinga okkar lóð á vogarskálarnar við aldarafmæli fullveldis Íslands. Þar sungum við ásamt nokkrum öðrum kórum í sameinuðum Þjóðkór. Sungið var fyrir háa sem lága í frískandi blæstri sem við þekkjum svo vel af Kjalarnesinu!