Nýr kórstjóri – Þórður Sigurðarson

Þórður hefur starfað frá 2015 sem organisti og kórstjóri við Norðfjarðarsókn en áður var hann organisti og kórstjóri í Langanessókn. Þórður hefur verið  leiðtogi og hljóðfæraleikari í sumarbúðum KFUM&K og unnið bæði í Kaldárseli og Vatnaskógi.

Hann er stúdent úr MH og með kirkjuorganistapróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Auk þess er hann með diplóma í rytma tónlist frá Viken Folkhögskole for Musikk og stundaði nám í jazz píanóleik við The New School for Jazz and Contemporary Music í New York. Þórður mun hefja kantorsnám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar í haust.