Karlakór Kjalnesinga var stofnaður árið 1991 af nokkrum félögum af Kjalarnesi og Kjós. Páll Helgason, sem var einn af stofnfélögum, stjórnaði kórnum fyrstu 20 árin eða frá 1991-2011. Undir stjórn Páls mótaðist sú áhersla kórsins sem gengið hefur undir einkunnarorðunum METNAÐARFULLUR LÉTTLEIKI.

 


Haustið 2011 tók Örlygur Atli Guðmundsson við kórstjórninni og leiddi hann starfið fram á vorið 2016. Frá hausti til vors 2018 var Márton Wirth kórstjóri og frá hausti 2018 til vors 2023 sá Þórður Sigurðarson um kórstjórn. Núverandi kórstjóri, Lára Hrönn Pétursdóttir, tók við kórstjórn haustið 2023. Formaður kórsins 2023-2024 er Hilmar Stefánsson.