Karlakór Kjalnesinga var stofnaður árið 1991 af nokkrum félögum af Kjalarnesi og Kjós. Páll Helgason, sem var einn af stofnfélögum, stjórnaði kórnum fyrstu 20 árin eða frá 1991-2011. Undir stjórn Páls mótaðist sú áhersla kórsins sem gengið hefur undir einkunnarorðunum METNAÐARFULLUR LÉTTLEIKI.

Páll Helgason, einn af stofnfélögum og fyrsti stjórnandi Karlakórs Kjalnesinga

 

Haustið 2011 tók Örlygur Atli Guðmundsson við kórstjórninni og leiddi hann starfið fram á vorið 2016. Frá hausti til vors 2018 var Márton Wirth kórstjóri og frá hausti 2018 til vors 2023 sá Þórður Sigurðarson um kórstjórn. Núverandi kórstjóri, Lára Hrönn Pétursdóttir, tók við kórstjórn haustið 2023. Formaður kórsins 2024-2025 er Bjarki Guðmundsson.

Í gegnum tíðina hefur kórinn komið víða fram. Hér má sjá mynd ef einu af fyrsta, ef ekki fyrsta, skiptinu sem kórinn kom fram opinberlega en það var á 80 ára afmlæli Búnaðarþings Kjalarnesþings sem haldið var í Viðey, 22. ágúst 1992.

 

Fram kemur í fréttinni, sem birtist í 23. tbl. Freys (timarit.is), að fram hafi komið Bændakór héraðsins og sungið nokkur lög undir stjórn Páls Helgasonar og að einsöngvari hafi verið Sveinn Magnússon, Esjugrund. Í texta undir myndinn segir “Karlakór Kjalnesinga syngur…” en á þessum tíma bar hann heitið Karlakór Kjalnesinga og Kjósverja (4K). Síðar fékk hann núverandi nafn, þ.e. Karlakór Kjalnesinga.

Litlu síðar lagði kórinn upp söngferð norður í land, nánar tiltekið Akureyri, og kom þar fram. Þar var kórinn að hefja sitt 3ja starfsár. Meðfylgjandi mynd var tekin af því tilefni.

 

Hér má greina kunnugleg andlit sem sumir hverjir starfa enn með kórnun. Aðrir hættir og/eða fallnir frá eins og gerist og gengur.

– ooo –

Hér má nálgast félagslög Karlakórs Kjalnesinga sem samþykkt voru á aðalfundi 12. maí 2003 með breytingum á 11. gr. frá því á aðalfundi 15. maí 2017