Vortónleikar 2024

Karlakór Kjalnesinga heldur sína árlegu vortónleika fimmtudaginn 18. apríl kl. 20 og laugardaginn 20. apríl kl. 16 í Langholtskirkju.

Sérstakur gestur tónleikanna er Stefán Hilmarsson en hann mun flytja nokkur af sínum þekktustu lögum. Einnig koma fram einsöngvarar, dúet og kvartet úr röðum kórsins. Miðasala er við innganginn og hjá kórfélögum. Einnig má senda póst á gjaldkeri@karlakor.is. Miðaverð aðeins kr. 5.900.