Fimmtudaginn 31. október tekur Karlakór Kjalnesinga þátt í Ólafsvöku sem fer fram í Langholtskirkju. Ásamt kórnum kemur fram Karlakór Kópavogs ásamt fjölda þjóðþekktra tónlistarmanna.
Ólafur Magnússon stendur fyrir viðburðinum í tilefni 60 ára afmælis síns í ágúst sl. en með þeim er heiðruð minning bróðursonar hans sem lést um aldur fram aðeins 19 ára gamall úr fíknisjúkdómi.
Allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar ungmenna í vímuefnavanda hjá SÁÁ. Miðasala á tix.