Sungið á fullveldishátíðinni 1. desember

Þann 1. desember lögðum við í Karlakór Kjalnesinga okkar lóð á vogarskálarnar við aldarafmæli fullveldis Íslands. Þar sungum við ásamt nokkrum öðrum kórum í sameinuðum Þjóðkór. Sungið var fyrir háa sem lága í frískandi blæstri sem við þekkjum svo vel af Kjalarnesinu!